F O R S Í Ð A

Facebook

2011

3 6 5   R E Y K J A V Í K

Um verkefnið

 

Myndaserían sem hér birtist er mín skrásetning á því hvernig árið 2011 leit út í Reykjavík alla daga ársins frá sama sjónarhorni. Myndirnar eru teknar um hádegi hvern dag frá sama punkti við Öskjuhlíð og er horft nokkurnveginn í norðaustur frá neðra bílastæði Perlunnar. Tökutími er yfirleitt á tímabilinu kl. 12:00-12:15 en í stöku tilfellum eitthvað síðar. Veðurupplýsingar sem fylgja með hverri mynd greina frá vindátt, vindstyrk í metrum á sekúntu og hita kl. 12 á hádegi samkvæmt athugunum Veðurstofu Íslands eins og þær birtast á vedur.is hverju sinni. Þegar ég hef þurft að leita lengra en 6 daga aftur í tímann hef ég stuðst við upplýsingar af vef Rússnesku veðurstofunnar.

 

Myndirnar eru teknar á Nikon D3100 með Nikon 18-105mm linsu sem stillt var á brennivíddina 26mm. Myndirnar dálítið skornar til svo þær birtist á samræmdan hátt. Litur og áferð myndanna er lítilega lagfærð í Photoshop svo þær njóti sín betur á skjánum. Reynt er að láta myndirnar túlka hina réttu birtu á viðkomandi stund. Í undantekningartilfellum þegar myndataka hefði mátt takast betur hafa myndir þó fengið sérstaka meðhöndlun.

 

Nokkrir aðstoðarljósmyndarar komu við sögu þegar ég sjálfur var ekki tiltækur og kann ég þeim hinar bestu þakkir. Þeir eru, Arna Björk Stefánsdóttir, Alex Jónsson, Ágúst Gunnarsson, Gunnar Þór Árnason og Valgeir Jón Emilsson.

 

Vefsíðuna vann ég í forritinu Muse frá Adobe. Mér til halds og trausts í þeirri vinnu voru þeir Höskuldur Harri og Sindri Bergmann

 

Sjálfur heiti ég Emil Hannes Valgeirsson og er grafískur hönnuður starfandi á auglýsingastofunni Hvíta húsið. Þess utan er ég áhugamaður um veður og ýmislegt því tengdu og held úti bloggsíðu á blog.is undir slóðinni: emilhannes.blog.is

 

Vilji einhver koma einhverju á framfæri við mig

má reyna í síma 899 3875 eða 562 1177

eða á netfangið: emil@hvitahusid.is